Fín stemning í Vorhlaupi VMA 2016
Á annað hundrað þátttakendur voru í Vorhlaupi VMA síðdegis í gær – fólk á öllum aldri – og skemmtu sér hið besta. Ræst var í hlaupið klukkan 17:30 og voru tvær vegalengdir í boði – 5 og 10 km. Nákvæm tímataka var með rafrænum flögum og var keppt til verðlauna í opnum flokki, framhaldsskólaflokki og grunnskólaflokki. Þetta var í annað skipti sem þetta hlaup fer fram og má slá því föstu að það sé komið til að vera.
Hilmar Friðjónsson var með myndavélina á lofti og hér má sjá fjölda mynda sem hann tók og hér eru enn fleiri myndir frá honum.
Að loknu hlaupinu var verðlaunaafhending í líkamsræktarstöðinni Átaki og er sérstök ástæða til þess að þakka Guðrúnu Gísladóttur, framkvæmdastjóra Átaks, og starfsfólki stöðvarinnar fyrir góðan stuðning við hlaupið og að fá að nýta húsnæðið fyrir verðlaunaafhendingu, svo og að þátttakendur gætu haft þar fataskipti og nýtt sér sturtur og heitan pott í stöðinni. Einnig er vert að koma á framfæri kærum þökkum til allra sem studdu hlaupið með einum eða öðrum hætti, t.d. með því að gefa veglega útdráttarvinninga. Og kærar þakkir til allra starfsmanna við hlaupið og síðast en ekki síst til þátttakenda.
Úrslit í Vorhlaupi VMA 2016 urðu sem hér segir:
Grunnskólaflokkur 5 km - stúlkur
1. Jakobína Hjörvarsdóttir
2. Kolbrá Svanlaugsdóttir
3. Þórkatla Björg Ómarsdóttir
4. Ellen Ómarsdóttir
Grunnskólaflokkur 5 km – piltar
1. Helgi Pétur Davíðsson
2. Óliver Einarsson
3. Ernir Elí Ellertsson
Framhaldsskólaflokkur 5 km – stúlkur
1. Kolbrún María Bragadóttir
2. Sara Arnardóttir Olsen
3. Sif Heiðarsdóttir
Framhaldsskólaflokkur 5 km – piltar
1. Hermann Gunnarsson
2. Hlynur Aðalsteinsson
3. Þór Wium
Framhaldsskólaflokkur 10 km – stúlkur
1. Oddrún Inga Marteinsdóttir
2. Arnfríður Þórlaug Bjarnadóttir
3-4. Emelía/Elísabet
Framhaldsskólaflokkur 10 km – piltar
1. Snæþór Aðalsteinsson
2. Stefán Ármann Hjaltason
3. Ottó Fernando Tulinius
Opinn flokkur 5 km – konur
1. Anna Berglind Pálmadóttir
2. Elma Eysteinsdóttir
3. Arna Rún Ólafsdóttir
Opinn flokkur 5 km – karlar
1. Bjartmar Örnuson
2. Davíð Þór Jónasson
3. Kári Þorleifsson
Opinn flokkur 10 km – konur
1. Rannveig Oddsdóttir
2. Rakel Káradóttir
3. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir
Opinn flokkur 10 km – karlar
1. Helgi Rúnar Pálsson
2. Edwin van der Werve
3. Halldór Brynjarsson
Loks er þess að geta að Valur Ellertsson fékk sérstaka viðurkenningu fyrir að hlaupa 10 km á fínum tíma, en hann er ennþá í grunnskóla.