Fara í efni

ÁÆST3VG05 - Áætlanagerð og gæðastjórnun

Í boði : Vor

Lýsing

Í áfanganum lærir nemandinn að nýta sér útreikninga, verkáætlanir og eyðublöð við gæðastjórnun á vinnustað. Nemandinn lærir að nýta töflureikni– og verkáætlanaforrit til að hafa yfirsýn yfir kostnaðarþætti verkefna, verkefnastýringu, gerð tímaáætlana og endurskoðun áætlana. Nemandinn lærir um notkun stjórnunar– og verkferla gæðatryggingar við verklegar framkvæmdir, ásamt sundurliðun verkefna og verkáætlanagerð. Áfanginn er sameiginlegur öllum bygginga– og mannvirkjagreinum og fer að mestu fram með raunhæfum verkefnum, þar sem m.a. er unnið með verðskrár einstakra iðngreina.
Getum við bætt efni síðunnar?