Fara í efni

Umhverfis- og loftslagsstefna

Um­hverf­is- og loftslags­stefna Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA) er sett fram til að leggja áherslu á um­hverf­is­sjón­ar­mið og tryggja að þau séu höfð að leið­ar­ljósi í dag­leg­um rekstri skólans. Stefnan tekur til allrar starfsemi skólans og miðar að því að sjónarmið umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar sé höfð að leiðarljósi. Lögð er áhersla á góða nýtingu auðlinda, lágmarka úrgang og auka endurvinnslu.  

VMA skuld­bind­ur sig til að fylgja öll­um laga­kröf­um á sviði um­hverf­is­mála og hafa um­hverf­is­mál til hlið­sjón­ar í öll­um rekstri. Með um­hverf­is­stefn­unni skuld­bind­ur VMA sig til að vinna mark­visst að því að lág­marka nei­kvæð um­hverf­isáhrif og hafa já­kvæði áhrif á nærsam­fé­lag­ið á sviði um­hverf­is­mála. Í starf­semi skólans verður reynt að taka tillit til vistvænnar nálgunar, hag­kvæmr­ar notk­un­ar að­fanga og tækja­bún­að­ar, og end­ur­nýt­ing­ar og end­ur­vinnslu til að tak­marka um­hverf­is­spor. 

Markmið

VMA stefnir á að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum með því að innleiða áherslur í umhverfismálum og gera aðgerðir skólans í umhverfismálum sýnilegar. Stefnt er að aukinni fræðslu og umræðu um umhverfismál innan skólans og virkja nemendur og starfslið skólans til þátttöku í umhverfismálum. Stefnt er á að auka hlutfall endurvinnslu í skólanum og draga úr orkunotkun. Stefnt er að því að hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi við öll innkaup. Verkmenntaskólinn á Akureyri stefnir að því að draga úr losun CO2 um 30% árið 2030 miðað við upphafs árið 2019. Markmið skólans er að umhverfisstefnan sé lifandi og í stöðugri endurskoðun. 

Leiðir að markmiðunum

  • Umhverfis- og loftslagsstefna skólans á að vera aðgengileg á heimasíðu skólans. Einnig skal koma fram staða skólans í Grænum skrefum. 
  • Reglulega skal koma með ábendingar og fræðslu til starfsmanna og nemenda.
  • Endurvinnslustöðvar skulu vera aðgengilegar starfsmönnum og nemendum í skólanum og almennar ruslatunnur eingöngu aðgengilegar á útvöldum stöðum.
  • Halda áfram að endurnýta hluti eins og t.d. möppur, húsgögn osfrv.  
  • Draga úr orkunotkun með því að nota led ljós þar sem hægt er og láta ekki rafmagn vera í gangi að óþörfu.
  • Við innkaup skal hafa í huga umhverfissjónarmið og skal farið yfir vistvæn innkaup með innkaupaaðilum. 
  • Styðja við sjálfsprottin verkefni starfsmanna sem stuðla að umhverfisvernd. 
  • Kolefnisjafna starfsemi skólans eins og t.d. flug og bílaleigubíla.
  • Gæðaráð VMA skoðar stöðu skólans í umhverfismálum út frá mælipunkti þessarar stefnu í rýni stjórnenda sem er aðgengileg á heimasíðu skólans.
  • Halda utan um kolefnisspor skólans með því að fylla reglulega inn í Grænt bókhald.

Mælipunktar

  • Að losun á CO2 skólans minnki á milli ára út frá útreikningum á grænu bókhaldi. Mælt árlega

 Aðgerðaáætlun til að ná markmiðum skólans má finna hér

Orðskýringar:

Grænt bókhald er verkfæri fyrir stofnanir til að fylgjast með losun gróðurhúsalofttegunda milli ára og skoða árangur í samanburði við aðrar stofnanir.
Græn skref er verkefni fyrir ríkisstofnanir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna.

Aðgerðaáætlun

 

Getum við bætt efni síðunnar?