Umsókn og hvað svo
Þegar búið er að sækja um skólavist í VMA og umsóknartímabili lokið er ekki hægt að breyta umsókn.
Skólinn afgreiðir umsóknir eftir að búið er að loka og er öllum grunnskólanemendum á landinu svarað á sama tíma þegar búið að að tryggja öllum skólavist.
Ef að búið er að staðfesta skólavist er hægt að skoða hvaða braut nemandi hefur verið innritaður á inn á umsóknavefnum. Í framhaldinu er greiðsluseðill stofnaður í heimabanka fyrir innritunargjöldum. Greiðsla skólagjalda er staðfesting á skólavist, greiðsluseðilinn er stofnaður á þann forráðamann sem eldri er.