Rafvirkjun
Nám í rafvirkjun hefst á fjórum önnum í grunnnámi rafiðnar, þegar þeim er lokið taka við tvær annir í rafvirkjun. Rafvirkjanám er þriggja ára nám þar sem nemendur klára ferilbók áður en þeir útskrifast. Námið er bæði verklegt og bóklegt og að námi loknu geta nemendur tekið sveinspróf og byrjað að vinna sem rafvirkjar eða haldið áfram í frekara námi. Þetta nám er frábær grunnur, hvort sem þú vilt fara beint út á vinnumarkaðinn eða undirbúa þig fyrir m.a. tækninám á háskólastigi.
Nemendur sem ætla í nám í rafvirkjun velja grunnnám rafiðnar í umsókn.
Brautarlýsing
Nám á rafvirkjabraut er bæði verklegt og bóklegt og er ætlað að veita nemendum iðnmenntun í rafvirkjun. Námið samanstendur af bóklegum og verklegum áföngum í rafvirkun og almennum áföngum í bóklegum greinum sem veita undirstöðuþekkingu.
Nám í rafvirkjun er bæði bóklegt og verklegt. Námið er 260 einingar og skipulagt sem 6 annir í skóla ásamt starfsþjálfun. Til að ljúka námi í rafvirkjun þarf að ljúka öllum hlutum náms, þ.m.t. vinnustaðanámi/starfsþjálfun sem staðfest er með lokum á rafrænni ferilbók. Eftir útskrift getur nemandinn þreytt sveinspróf.
Námi lýkur á þriðja þrepi. Nemendur geta einnig tekið stúdentsprófi samhliða námi. Að námi loknu útskrifast nemandi með prófskírteini sem vottar að hann hafi lokið námi með fullnægjandi árangri.
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.
Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði er hægt að nálgast hér
Annarplan
|
Grunnám rafiðnar |
|
|
|
|||
Greinar |
1.önn Haust |
2.önn Vor |
3.önn Haust |
4.önn Vor |
5.önn Haust |
6.önn Vor |
|
Enska | ENSK2LS05 | ||||||
Íslenska | ÍSLE2HS05 | ||||||
Stærðfræði | STÆF2RH05 | STÆF2AM05 | |||||
Íþróttir | HEIL1HH04 | HEIL1HD04 | |||||
Lífsleikni | LÍFS1SN02 | LÍFS1SN01 | |||||
Hreyfing | Hreyfing | Hreyfing | |||||
Forritanleg raflagnakerfi | FRLV3DE05 | ||||||
Lýsingartækni | LÝSV3LL05 | ||||||
Mekatronik | MEKV1TN03 | MEKV1ST03 | MEKV2TK03 | MEKV2ÖH03 | |||
Raflagnir | RALV1RÖ03 | RALV1RT03 | RALV2TF03 | RALV2TM03 | RALV3RT05 | RALV3IT05 | |
Rafmagnsfræði | RAMV1HL05 | RAMV2ÞS05 | RAMV2RS05 | RAMV3RM05 | RAMV3RR05 | RAMV3RD05 | |
Raflagnastaðall | RASV3ST05 | ||||||
Raflagnateikning | RLTV2HT05 | RLTV3KS05 | |||||
Rafvélar | RRVV2RS05 | ||||||
Rafeindatækni | RTMV2DT05 | RTMV2DA05 | |||||
Stýringar | RÖKV1RS03 | RÖKV2SK05 | RÖKV2LM03 | RÖKV3SF03 | RÖKV3HS05 | ||
Skyndihjálp | SKYN2EÁ01 | ||||||
Verktækni | VGRV1ML05 | VGRV1RS03 | VGRV2PR03 | VGRV3TP03 | |||
Smáspennuvirki | VSMV1TN03 | VSMV3NT03 | VSMV3ÖF03 | ||||
Starfsþjálfun | starfsþjálfun 80 ein. | ||||||
Einingar | 31 | 29 | 31 | 31 | 33 | 25 | 260 |
Viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi
Markmið með námsleiðinni er að uppfylla þær lágmarkskröfur sem aðalnámskrá framhaldsskóla setur til stúdentsprófs. Sérhæfing nemandans er fólgin í starfsnámi hans. Áfangar starfsnámsbrautar í þeim greinum sem taldar eru upp hér í töflu teljast með, t.d. ENSK2LS05 og ÍSLE2HS05 sem finna má á flestum starsfnámsbrautum, og þurfa nemendur því aðeins að bæta við sig þeim einingum í töflunni sem þeir hafa ekki þegar lokið í sínu starfsnámi.
Greinar |
||||
Íslenska | ÍSLE2HS05 | ÍSLE2KB05 | ÍSLE3BL05 | Íslenska á 3.þrepi |
Enska | ENSK2LS05 | |||
Danska | DANS2OM05 | |||
Stærðfræði | STÆF2xx05 (5 ein/2. þrep) |
|||
Ensku-/stærðfræðival (2./3. þrep) |
ENSK/STÆF 5 einingar |
ENSK/STÆF 5 einingar |
ENSK/STÆF 5 einingar |
|
Bóknámsval | 5 eininga val |
Kvöldskóli - Upplýsingar