Skýrslur um innra mat
í lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 er m.a. kveðið á um hvernig innra mati skuli háttað í framhaldsskólum landsins. Markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í framhaldsskólum er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun. Einnig er markmiðið að tryggja að starfsemi skólans sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár framhaldsskóla, að auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum. Jafnframt að tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum (40. gr.). Kveðið er á um að hver framhaldsskóli meti með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs á grundvelli 40. gr. með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra eftir því sem við á og birti opinberlega upplýsingar um innra mat sitt, tengsl þess við skólanámskrá og áætlanir um umbætur (41. gr.).
Skýrslu um innra mat í VMA er skilað til Mennta- og menningamálaráðuneytis að hausti fyrir skólaárið á undan. Skýrslan er samantekt að mestu úr gögnum úr rýni stjórnenda og gæðaskýrslum.
Skýrsla um innra mat í VMA skólaárið 2022-2023
Skýrsla um innra mat í VMA skólaárið 2021-2022
Skýrsla um innra mat í VMA skólaárið 2020-2021
Skýrsla um innra mat í VMA skólaárið 2019-2020
Skýrsla um innra mat í VMA skólaárið 2018-2019
Skýrsla um innra mat í VMA skólaárið 2017-2018
Skýrsla um innra mat í VMA skólaárið 2016-2017