Áfanga- og kennslumat
Kennslukannanir
Samkvæmt 40. og 41. gr. laga um framhaldsskóla frá árinu 2008 skal hver framhaldsskóli meta kennslu og gæði skólastarfsins með kerfisbundnum hætti. Mennta- ogmenningarmálaráðuneytið lætur síðan gera úttekt á sjálfsmatsaðferðum skóla á fimm ára fresti.
Verkmenntaskólinn á Akureyri gerir áfanga- og kennslumat á meðal nemenda skólans á hverri önn samkvæmt verklagi í gæðahandbók VMA (sjá VKL 402). Aðrar úttektir á námi og kennslu eru gerðar á hverri önn eins og lýst er í sjálfsmatsáætlun hvers skólaárs t.d. áfangaskýrslur, framvindumat og ýmsar samantektir á árangri nemenda. Annað hvert ár er gerð þjónustukönnun á meðal nemenda þar sem spurt er um ýmsa aðra þætti en kennslu og nám í einstaka áföngum. Niðurstöður þessara kannanna eru notaðar til að mæla gæðamarkmið skólans er lúta að kennslu áfanga og líðan nemenda.
Tilgangur áfanga- og kennslumats er að kanna hvernig til hafi tekist í áfanganum og í skólastarfinu með það að markmiði að bæta það sem betur má fara. Allir kennarar fá eigin niðurstöður birtar í gegnum Innu og eru niðurstöður hvers kennara ræddar í starfsmannaviðtali. Þá fer gæðaráð skólans yfir heildarniðurstöður hverrar annar.
Niðurstöður kennslu- og áfangamats haustönn 2024
Niðurstöður kennslu- og áfangamats vorönn 2024
Niðurstöður kennslu- og áfangamats haustönn 2023
Niðurstöður kennslu- og áfangamats vorönn 2023
Niðurstöður kennslu- og áfangamats haustönn 2022
Niðurstöður kennslu- og áfangamats vorönn 2022
Niðurstöður kennslu- og áfangamats haustönn 2021
Niðurstöður kennslu- og áfangamats vorönn 2021
Niðurstöður kennslukönnunar vorönn 2020
Eldra kennslu og áfangamat
Niðurstöður kennslukönnunar haustönn 2019
Niðurstöður kennslukönnunar vorönn 2019
Niðurstöður kennslukönnunar haustönn 2018
Niðurstöður kennslukönnunar vorönn 2018
Niðurstöður kennslukönnunar haustönn 2017
Niðurstöður kennslukönnunar vorönn 2017
Niðurstöður kennslukönnunar haustönn 2016
Niðurstöður kennslukönnunar vorönn 2016
Niðurstöður kennslukönnunar haustönn 2015
Kennslu- og áfangamat vorönn 2015
Kennslu- og áfangamat haustönn 2014
Könnun í NSK haustið 2014
Kennslu- og áfangamat vorönn 2014
Fjarnám
Niðurstöður kennslukönnunar haust 2015
Niðurstöður kennslukönnunar vor 2012