Fara í efni

Stálsmíði

Áður enn farið er í stálsmíði þarf að ljúka grunnnámi málm- og véltæknigreina sem eru tvær annir og er námð í heildina þrjú ár. Að námi loknu geta nemendur tekið sveinspróf og byrjað að vinna sem stálsmiðir.

Nemendur sem ætla í nám í stálsmíði skrá sig í grunnnám málm- og véltæknigreina í umsókn.

Grunnnám málm- og tæknigreina

Grunnnám málm- og véltæknigreina er eins árs nám og skilar nemendum hæfni á 2. þrepi. Námið er bæði bóklegt og verklegt. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar, byggja m.a. á leiðsagnarmati og miðast við að allir nemendur eigi kost á að nýta hæfileika sína og fá endurgjöf á verkefni sín. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og vinnusemi nemenda. Námssamfélagið gengur út á samvinnu kennara og nemenda sem skapar jákvætt og uppbyggilegt umhverfi til náms og starfa. 

Brautarlýsing

Stálsmiður hannar, smíðar og gerir við vélar, reisir mannvirki og viðheldur þeim, smíðar, viðheldur og gerir við skip og sinnir annarri þjónustu sem byggir á málmsmíði. Stálsmiðir starfa hjá framleiðslu- og byggingafyrirtækjum. Stálsmiður er lögverndað starfsheiti og stálsmíði löggild iðngrein. Markmið náms í stálsmíði er að gera nemendum kleift að takast á við þau viðfangsefni sem stálsmiðir inna af hendi. Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í stálvirkjasmíði eða stálskipasmíði og til inngöngu í nám til iðnmeistararéttinda. Náminu er ætlað að búa nemendur undir þátttöku í nútímalegu lýðræðissamfélagi með því að auka hæfni þeirra til gagnrýninnar hugsunar, efla vitund um eigin getu og takmarkanir og styrkja samskiptahæfni og samhug. Auk þess að búa nemendur sem best undir störf og frekara nám er áhersla lögð á að koma til móts við nemendur sem vilja hagnýta menntun sem felur í sér hæfni til starfa sem krefjast nákvæmni, útsjónarsemi, sköpunarhæfni og vandaðs verklags.

Nánari brautarlýsing hér.

Námið

Nám á brautinni er 242 einingar og skilar nemendum hæfni á 3. þrepi. Námið er skipulagt sem fimm annir í skóla auk starfsþjálfunar og ræður framvinda rafrænnar ferilbókar tíma á starfsnámsstað. Ætli nemandi að ljúka námi á þeim tíma þarf hann að ljúka um 60 einingum að jafnaði á ári. Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá.

Til að ljúka námi í stálsmíði þarf að ljúka öllum hlutum náms, þ.m.t. vinnustaðanámi/starfsþjálfun sem staðfest er með lokum á rafrænni ferilbók. Eftir útskrift getur nemandinn þreytt sveinspróf. 

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Annarplan

Greinar 1.önn 2.önn 3.önn 4.önn 5.önn 6.önn
Enska ENSK2LS05          
Eðlisfræði     EÐLI2AO05      
Efnisfræði     EFMA1JS04      
Grunnteikning GRUN1FF04  GRUN2ÚF04        
Gæðastjórnun           GÆST2GH03
Iðnteikning     IÐNT3AC05  IÐNT3LF05   TSVÉ2VN03
Iðnreikningur        IÐNR2IM02    
Íþróttir HEIL1HH04  HEIL1HD04        
Íslenska    ÍSLE2HS05        
Lagnatækni           LAGN3RS05
Lífsleikni LÍFS1SN02  LÍFS1SN01        
Lokaverkefni           LOKA3SS05
Rafmagnsfræði    RAMV1HL05        
Suða LOGS1PS03  HLGS2MT03 RAFS1SE03

HLGS2SF04 LOGS2PR03

 

HLGS3MS04 HLGS3TS4 RAFS2SP03 

Smíðar SMÍÐ1NH05  SMÍÐ2NH05 SMÍÐ3SS05 SMÍÐ3RV05   SMÍÐ3PS05
Stærðfræði STÆF2RH05          
Skyndihjálp     SKYN2EÁ01      
Starfsþjálfun         Starfsþjálfun  
Umhverfisfræði       UMÖR1UÖ03    
Vélstjórn VÉLS1GV05          
Einingar 34 27  23 22   80 32 

 

Uppfært 25.09.2024 (ÓKR

Getum við bætt efni síðunnar?