Bókasafn VMA
Opnunartími
Opið er frá 8.00 - 16.00 mán - fim og 8.00 - 15.00 föstudaga. Starfstími safnsins hefst viku fyrir skólasetningu á haustin og endar viku eftir skólalok á vorin.
Gagnlegir vefir
LEITIR.IS
Bækur safnsins eru skráðar á leitir.is Þar er einnig að finna tímaritsgreinar, ritgerðir, tónlist og fleira efni. Leitir.is er samskrá íslenskra bókasafna og þar er einnig hægt að finna efni sem er til á öðrum söfnum landsins.
HVAR.IS
Landsaðgangur að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum. Þar er að finna tímaritsgreinar úr yfir hátt í 5000 þúsund erlendum tímaritum á öllum helstu fræðasviðum.
TÍMARIT.IS
Veitir aðgang að fjölda íslenskra tímarita. Síðurnar hafa verið skannaðar inn á stafrænt form og veitir aðgang að menningararfi frá frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi
SNARA.IS
Veforðabækur, opinn aðgangur á IP tölum skólans
BÍN
Beygingarlýsing íslensks nútímamáls. Gagnagrunnur þar sem er hægt að sjá beygingar íslenskra orða.
Britannica
Britannica er vönduð alfræðiorðabók sem er í stöðugri þróun.
Starfsfólk
Á bókasafninu starfa Hanna Þórey Guðmundsdóttir forstöðumaður og Valgerður Húnbogadóttir bókavörður. Endilega nýtið ykkur þjónustu starfsfólks, sérstaklega þegar kemur að heimildaleit og heimildaskráningu.