Fara í efni

Umsóknir og innritun í VMA

Komdu í VMA og mótaðu framtíðina

Í VMA er hægt að velja um fjölbreytt nám og leggur skólinn áherslu á að veita nemendum hagnýta og fræðilega menntun sem nýtist þeim í atvinnulífi og frekara námi.
Hlutverk VMA er að stuðla að alhliða þroska nemenda, undirbúa þau fyrir fjölbreytt störf og framtíðartækifæri, hvort sem stefnt er á iðnnám, stúdentspróf eða bæði. Hvort sem nemendur læra að smíða hús, vinna í skapandi greinum eða sérhæfa sig í tæknigreinum, þá er markmið okkar að bjóða menntun sem er bæði sniðin að þörfum hvers og eins og kröfum atvinnulífsins.

Við í VMA leggjum okkur fram við að skapa aðlaðandi og hvetjandi námsumhverfi þar sem öll eru velkomin. Gildi skólans eru höfð að leiðarljósi í öllu starfi okkar – því saman mótum við framtíðina.

Hér er hægt að finna upplýsingar um innritun

Getum við bætt efni síðunnar?