Fara í efni

Hlutverk

Hlutverk skólans skv. 2. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008:

Útskrift VMA í Hofi maí 2014

Hlutverk framhaldsskóla er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með  því að bjóða hverjum nemanda nám við hæfi. Framhaldsskólar búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífinu og frekara nám. Þeir skulu leitast við að efla færni nemenda í íslensku máli, bæði töluðu og rituðu, efla siðferðisvitund, ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi nemenda. Þjálfa þá í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum, jafnrétti og gagnrýninni hugsun. Kenna þeim að njóta menningarlegra verðmæta og hvetja til þekkingarleitar. Framhaldsskólar sinna miðlun þekkingar og þjálfun nemenda þannig að þeir öðlist færni til að gegna sérhæfðum störfum og hafi forsendur til að sækja sér frekari menntun.

Hlutverk skólans í menntun, uppeldi og námi nemenda er að:

  • bjóða nemendum námsleiðir við hæfi
  • skapa nemendum jákvætt og uppbyggilegt umhverfi til menntunar, uppeldis, náms og leiks
  • búa nemendur undir framhaldsnám og sérhæfð störf
  • búa nemendur undir þátttöku í samfélaginu

Hlutverk skólans í nærsamfélaginu og/eða samfélaginu almennt er að:

  • stuðla að eflingu atvinnulífs með því bjóða fjölbreyttar námsleiðir í starfs- og iðnnámi og góðan undirbúning undir almenn og sérhæfð störf
  • bjóða íbúum upp á fjölbreyttar námsleiðir 
  • stuðla að eflingu háskólastigsins með því að búa nemendur vel undir frekara nám
  • stuðla með starfsemi sinni að hærra menntunarstigi samfélagsins
  • tryggja með starfsemi sinni grunnþjónustu við íbúana og treysta þannig búsetuskilyrði og undirstöður velferðar í nærsamfélaginu
 
Getum við bætt efni síðunnar?