Fara í efni

Listnáms-og hönnunarbraut *

*Birt með fyrirvara um breytingar

Menntun á listnáms- og hönnunarbraut stuðlar að eflingu sköpunargáfu og gefur góðan grunn fyrir nám í öllum skapandi greinum. Námið er þrjú ár og líkur með stúdentsprófi. Dæmi um störf eru hönnun ýmiskonar, tölvuleikjagerð og listir.

Brautarlýsing

Með námi á listnáms- og hönnunarbraut er lagður grunnur að listiðkun og frekara námi í listgreinum í sérskólum eða í skólum á háskólastigi. Menntun á listnáms- og hönnunarbraut stuðlar að eflingu sköpunargáfu sem gefur góðan grunn fyrir nám í öllum skapandi greinum sem tengjast manngerðu umhverfi, skemmtana-, tölvu-, tísku- og listheimi. Listnám veitir tækifæri til að þroska fjölbreyttan og persónulegan tjáningarmáta og dýpka skilning á menningu, samfélagi og umhverfi.

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði er hægt að nálgast hér.

Námið

Á listnáms- og hönnunarbraut miðast kennsluaðferðir við að skapa jákvætt og uppbyggilegt umhverfi til náms í samvinnu við nemandann þar sem hann tileinkar sér sjálfstæð vinnubrögð og ræktar hæfni sína. Sérstaklega er hlúð að sköpunarkraftinum með því að örva skynjun, ímyndunarafl, tæknilega færni og gagnrýna hugsun. Nemendur fá stöðuga endurgjöf á vinnu sína. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar og fela m.a. í sér kveikju sem byggir á reynslu nemandans en jafnframt ákveðnu nýnæmi ásamt sýnikennslu þar sem kennarinn miðlar upplýsingum, sýnir vinnubrögð og lýsir hugtökum. Kennsluaðferðir fela einnig í sér vinnustofureynslu þar sem nemandinn lærir með því að gera, líkt og í eigin vinnustofu, tengingu við umhverfi þar sem vinna nemandans er sett í samhengi við umhverfi, listasögu og menningu ásamt ígrundun nemandans á eigin verkum og annarra þar sem hann leitast við að skilja og bæta eigin árangur.

Annarplan

Nemendur velja sér 30 eininga sérsvið, myndlist (gult) eða textílgreinar (bleikt), á 3.-5. önn. Athugið að þetta hefur einnig áhrif á óbundið val nemenda (3. og 4. önn).

Greinar

1.önn Haust

2.önn    Vor

3.önn Haust

4.önn    Vor

5.önn Haust

6.önn   Vor

Danska       DANS2OM05 DANS2LN05    
Enska ENSK2LS05            
Íslenska ÍSLE2HS05   ÍSLE2KB05 ÍSLE3BL05   Íslenska á 3.þrepi  
Stærðfræði STÆF2RH05            
Heilsa og lífstíll HEIL1HH04 HEIL1HD04          
Lífsleikni LÍFS1SN02 LÍFS1SN01          
Fjármálalæsi   LÍFS1FN04          
Náttúrulæsi   NÁLÆ1UN05          
Lokaverkefni           LOVE3LI05  
Ensku-/stærðfræðival     ENSK/STÆF
5 einingar
  ENSK/STÆF
5 einingar
ENSK/STÆF
5 einingar
 
Bóknámssérhæfing       BKNS 5 ein. BKNS 5 ein. BKNS 5 ein.  
Heimspeki           HEIM2HK05  
Hugmyndavinna   HUGM2HÚ05          
Listasaga   LISA1HB05 LISA2RA05 LISA3NÚ05 LISA3ÍS05    
Listir og menning LIME2ML05         LIME3MU05  
Margmiðlun   MARG1HM05       MARG2HG05  
Myndlistargreinar (SÉRHÆFING 30 EIN)     MYNL2FF05
MYNL2LJ05
MYNL2GR05
MYNL3TS05
MYNL3MÁ05
MYNL3IG05
   
Textílgreinar
(SÉRHÆFING 30 EIN)
 

 

HÖTE2FA05
HÖTE2ET05
HÖTE3ST05
HÖTE3BT05
HÖTE3VE05
HÖTE2PH05
   
Sjónlistir SJÓN1TF05
SJÓN1LF05
SJÓN2MT05 SjÓN2ÞF05        
Hreyfing     HREYFING 1 EIN. HREYFING 1 EIN.      
Óbundið val 5 einingar        5 ein 5 ein    
Samtals einingar: 36 34 31 36 (31) 30 (35) 35 202

 

*birt með fyrirvara um breytingar

Getum við bætt efni síðunnar?