Pípulagnir
Nám í pípulögnum er ekki alltaf í boði enn hægt er að sjá á annarplani hvaða önn er í boði hvenær. Áður enn farið er í nám í pípulögnum þarf að ljúka grunnnámi bygginga - og mannvirkjagreina sem er ein önn á hausti. Að námi loknu geta nemendur tekið sveinspróf og byrjað að vinna sem píparar.
Þeir sem ætla í nám í pípulögnum skrá sig í grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina sem er ein önn á haustönn
Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina
Meginmarkmið grunnnáms bygginga- og mannvirkjagreina er að veita nemendum sýn á atvinnugreinina og störf innan hennar. Lögð er áhersla á kennslu undirstöðuatriða í efnisfræði, áhalda- og tækjafræði, teikningum, verktækni og vinnuvernd. Í lok grunnnámsins eiga nemendur að vera hæfari til að velja sér sérsvið innan bygginga- og mannvirkjaiðnaðar og hafa fengið faglegan grunn til að byggja áframhaldandi nám á.
Pípulagnir
Pípulagningamaður býr yfir hæfni til að vinna sjálfstætt og leiðbeina öðrum, þekkir ábyrgð sína, siðferðilega stöðu og getur lagt mat á eigin vinnu. Hann þekkir helstu eiginleika og verkan efna og tækja og getur valið þau eftir verkefnum. Pípulagningamaður getur lagt vatnshitakerfi og neysluvatnskerfi innanhúss og ýmis sérhæfð lagnakerfi, lagt frárennsliskerfi innanhúss og í jörðu, sett upp og tengt hreinlætis- og heimilistæki og sett upp og stillt búnað í tækjaklefum. Pípulagningamaður getur annast viðhald og viðgerðir á lagnakerfum og búnaði tengdum þeim. Hann getur leiðbeint húseigendum um val á efnum í nýbyggingum og við viðhald. Pípulagnir er löggilt iðngrein.
Áætlaður námstími er 4 ár og þar af 2 ár í skóla. Fyrsta önnin felst í aðfararnámi byggingagreina og er sameiginlegur grunnur þeirra, þ.e. húsasmíði, húsgagnasmíði, málaraiðn, múrsmíði, pípulagningar og dúkalögn. Næstu þrjár annir innihalda faggreinar í pípulögnum, auk kjarnagreina sé þeim ólokið. Námið felst í bóknámi og verknámi í skóla og starfsþjálfun á vinnustað.
Til að ljúka námi í pípulögnum þarf að ljúka öllum hlutum náms, þ.m.t. vinnustaðanámi/starfsþjálfun sem staðfest er með lokum á rafrænni ferilbók.
Nemendur geta einnig tekið stúdentsprófi samhliða námi. Náminu lýkur með burtfararprófi úr framhaldsskóla og sveinsprófi þegar nemandinn er tilbúinn.
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði eru grunnskólapróf. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í kjarnagreinum þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla.
Annarplan
Grunnnám byggingagreina |
Pípulagnir Faggreinar |
|||
1.önn | 2.önn | 3.önn | 4.önn | 5.önn |
EFRÆ1BV05 | HITA2PL04 | FRKE2PL03 | Starfsþjálfun | ÁÆST3SA04 |
FRVV1SR03 | MLSU1PL03 | FRKE2PL04 | Starfsþjálfun er allt að 96 vikur á starfsnámsstöðum. Samning (ferilbók) þarf að gera áður en nemandi hefur nám á 2. önn námsbrautar. | ENVI3PL03 |
GRUN1FF04 | NEYS2PL04 | SÉLA2PL03 | LOKA3PL03 | |
HEIL1HH04 | TEIK1PL04 | SOGT2PL03 | SÉLA3PL03 | |
LÍFS1SN02 | HREI2PL03 | TEIK2PL04 | SOGT3PL03 | |
STÆF2RH05 | ENSK2LS05 | ÍSLE2HS05 | TEIK3PL04 | |
SKYN2EÁ01 | Vinsamlegast athugið að uppröðun áfanga á önnum gæti breyst | |||
Síða uppfærð 25.09.2024