Um bókasafnið
Hlutverk og markmið bókasafns VMA
Hlutverk bókasafns VMA er að vera upplýsingamiðstöð og vinnustaður fyrir nemendur og kennara.
Það skal búið bókum, tímaritum og kennslugögnum auk annars safnkosts sem tekur mið af kennslugreinum VMA og fjölbreyttum nemendahópi.
Á bókasafninu er jafnframt vinnuaðstaða, lesstofa og tölvustofur.
Upplýsingalæsi: lögð er áhersla á að nemendur þjálfist í sjálfstæðri leit og mati á upplýsingum og notkun rafrænna gagnasafna.
Reglur bókasafnsins
- Allar bækur sem fengnar eru að láni og farið með út af safninu, verður að skrá út.
- Hljóðleg umgengni er nauðsynleg til að vinnufriður haldist.
- Neysla matar og drykkjar er ekki leyfð.
- Tölvur safnsins eru fyrir nemendur sem eru að vinna verkefni og ritgerðir
Safnakennsla
- Nýnemar koma í safnakynningu á hverju ári. Safnið lokar á meðan kynningu stendur.
- Nýnemar koma svo í framhaldinu í safnkennslu þar sem kennd er leit á bókasafni, notkun handbóka og rafrænna gagnasafna og tímarita.
- Hópar eldri nemenda koma síðan í safnakennslu í tengslum við verkefni og ritgerðir sem þeir eru að vinna.
Verum gagnrýnin þegar við veljum inn heimildir
Hægt er að spyrja sig eftirfarandi spurninga:
- Hver er höfundur?
- Hvar birtist greinin?
- Hvenær birtist hún?
- Hvernig heimild er þetta (frumheimild, er heimildaskrá, er hún kostuð af einhverjum... )?
Prentun, ljósritun og skanni
Prentari, með ljósritun og skanna er á safninu og fá nemendur 100 blaða kvóta í upphafi annar.
Tölvukostur safnsins
Safnið hefur 15 Chromebook vélar til útláns fyrir nemendur til að nota í skólanum. Þær eru mikið notaðar og hver vél fer í mörg útlán hvern dag. Fimmtán tölvur eru í tölvustofu inn af bókasafni og 18 í B02. Einnig eru þrjár tölvur á safninu.
Útibú safnsins
Fagtímarit sem keypt eru á safnið eru látin liggja frammi í tímaritahillu í nokkrar vikur, en þá fara þau á verknámsdeildir, þar sem þau eru geymd.
Fagbækur eru á safninu nema annars sé óskað.
Saga bókasafns VMA
Hér í annáli safnsins er hægt að lesa um nokkur ár í sögu safnsins.