Náms- og starfsráðgjöf
Markmið náms- og starfsráðgjafar í VMA er að veita nemendum ráðgjöf í málum sem tengjast persónulegum högum þeirra, námi og náms- og starfsvali innan skólans eða í viðtökuskólum eftir að námi lýkur hér. Í því felast m.a. leiðbeiningar um vinnubrögð og skipulag, námsval og áætlanir.
Nemendur geta einnig fengið leiðbeiningar og ráðgjöf um þau úrræði sem eru í boði vegna sértækra námsörðugleika.
Námsráðgjafar eru Helga Júlíusdóttir og Svava Hrönn Magnúsdóttir HÉR er hægt að panta tíma hjá þeim.
Námsráðgjafar eru staðsettir í D-álmu.
Helga Júlíusdóttir (helga.juliusdottir@vma.is) og Svava Hrönn Magnúsdóttir (svava.h.magnusdottir@vma.is)
Hér höfum við safnað saman margvíslegum upplýsingum er varða námstækni, skipulag líðan og margt fleira sem getur gagnast nemendum í námi. |
Hér höfum við safnað saman upplýsingum um náms og starfstækifæri fyrir nemendur eftir nám í VMA. Heima og heiman. |
Bryndís Indíana Stefánsdóttir sviðsstjóri starfsbrauta og brautarbrúar, hefur umsjón með sérúrræðum í námi og próftöku. Til að geta nýtt sér þá þjónustu þurfa nemendur að skila inn staðfestingu frá sérfræðingi um námsörðugleika eða annað sem getur haft áhrif á nám og námsframvindu þeirra. Netfang: bryndis.i.stefansdottir@vma.is