Fara í efni

Skólabragur

Í aðalnámskrá framhaldsskóla eru settir fram sex grunnþættir sem skulu endurspeglast í starfsháttum skóla, samskiptum og skólabrag. Þessir sex grunnþættir eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun.

Gildi skólans eru fagmennska, fjölbreytni og virðing og þau ásamt grunnþáttunum fléttast inn í allt skólastarfið og endurspegla skólabrag VMA.

Starf VMA einkennist af gagnkvæmri virðingu, umhyggju, umburðarlyndi og jafnrétti. Allir eiga jafna möguleika til þátttöku og áhrifa í skólastarfinu án tillits til félags- og efnahagslegrar stöðu, hæfni, reynslu, aldurs, kyns, kynhneigðar, trúarafstöðu, kynþáttar eða þjóðernis.

Lögð er áhersla á að rækta það besta í nemendum, glæða áhuga nemenda á náminu og efla sjálfstæði þeirra, sjálfstraust, félagsþroska og samskiptahæfni. Nemendur eru hvattir til virkni og þátttöku í skólastarfinu og fá tækifæri til að móta skólastarfið og hafa áhrif á nám sitt.

Námsleiðir eru fjölbreyttar og koma til móts við væntingar, hæfileika, áhuga og þarfir fjölbreytts nemendahóps og atvinnulífs á svæðinu. Í gegnum námið læra nemendur að tileinka sér víðsýni, gagnrýna hugsun, samkennd og frumkvæði.

Lögð er áhersla á að náms- og starfsumhverfi sé aðlaðandi og áhugavekjandi og að starfsfólk skólans sinni starfi sínu af fagmennsku og kennarar búi yfir fagþekkingu.

Kennsluhættir eru fjölbreyttir og námsmat í samræmi við það.

Getum við bætt efni síðunnar?