AÐFE2IB05 - Aðferðafræði matreiðslu
Í boði
: Ekki alltaf
Lýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á að sýna fram á hvernig mismunandi matreiðsluaðferðir eiga við mismunandi eiginleika/samsetningu kjöts og fisks. Nemendur kynnast mismunandi vöðvabyggingu og vöðvagerð, þekkja magn bindivefs og viðeigandi hitameðferð með tilliti til vökvataps. Nemendi læri að beita viðeigandi aðferðum við matreiðslu mismunandi hráefnis og að nemandi geti tengt þær við mismunandi eldunaraðferðir. Fjallað er um soðgerð og breytingar sem verða á soðum við eldun. Nemendur læra um allar sígildar undirstöðusósur einnig læra þeir um helstu súpuflokka.
Einingar: 5