DANS1TO05 - Danskur grunnur 3
Í boði
: Ekki alltaf
Lýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á lestur fjölbreyttra texta til að auka lesskilning og orðaforða. Auk þess er hlustun og tal nemenda þjálfað svo þeir geti tjáð sig skriflega og munnlega um undirbúið efni. Farið er yfir undirstöðuatriði danskrar málfræði og algengustu framburðareglur. Nemandinn vinnur ýmist sjálfstætt eða í hóp að fjölbreyttum og skapandi verkefnum. Nemandinn fær þjálfun í að nota hjálpargögn og kennsluforrit í námi sínu. Dönsk menning er kynnt með það að markmiði að vekja áhuga á henni.
Einingar: 5