DANS2LN05 - Danska fyrir sjálfstæðan notanda 2
Lýsing
Markmið áfangans er að leggja grunn að því að nemandinn geti notað dönsku til samskipta við Dani og aðra Norðurlandabúa sem og lesið sér til gagns um ýmis efni á dönsku. Nemandinn æfir hlustun, tal, lestur og ritun. Læsi er þjálfað með því að lesa fjölbreytta texta. Þá þjálfast nemandinn í að hlusta á talað mál af ýmsum miðlum, tjá sig á dönsku, skriflega og munnlega. Í áfanganum er kynning á sænsku og norsku bæði munnlega og skriflega. Lögð er áhersla á að efla samvinnu milli nemenda. Einnig er lögð áhersla á að nemandinn beri ábyrgð á eigin námsframvindu og sé meðvitaður um mismunandi aðferðir til að tileinka sér tungumál. Nemandinn fær áfram þjálfun í að nota hjálpargögn og kennsluforrit í námi sínu. Kennsla fer fram á dönsku að miklu leyti.