DANS2OM05 - Danska fyrir sjálfstæðan notanda 1
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á lestur texta, ritun, skilning á töluðu máli og munnlega tjáningu. Einnig er lögð áhersla á að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Farið verður í flóknari atriði en áður í danskri málfræði. Dönsk menning er kynnt með það að markmiði að vekja áhuga á henni. Nemandinn vinnur sjálfstætt og í hóp að viðameiri verkefnum í formi kynninga og ritunarverkefna. Lögð er áhersla á að nemandinn beri ábyrgð á eigin námsframvindu og sé meðvitaður um mismunandi aðferðir og hjálpargögn til að tileinka sér tungumál.
Einingar: 5