DANS3NL05 - Framhaldsáfangi í dönsku
Undanfari : DANS2LN05
Í boði
: Ekki alltaf
Lýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandinn tileinki sér sérhæfðari orðaforða en áður og geti nýtt sér hann í öllum færniþáttum. Nemandinn á að geta tjáð sig lipurt bæði í ræðu og riti. Lögð er áhersla á að nemandinn sé fær um að lesa flóknari texta en áður og geti áttað sig á dýpri merkingu þeirra. Að hann beiti meginreglum danskrar málfræði, hljóðfræði og setningarfræði bæði í ræðu og riti. Í áfanganum er haldið áfram að kynna sænsku og norsku. Nemandinn fær þjálfun í að nota hjálpargögn og kennsluforrit í námi sínu. Mikil áhersla er lögð á að nemandinn beri ábyrgð á eigin námsframvindu og sýni sjálfstæð vinnubrögð.
Einingar: 5