EÐLI3SR05 - Rafmagnsfræði
Undanfari : EÐLI2AO05
Í boði
: Ekki alltaf
Lýsing
Rafmagnsfræði er meginþema áfangans þar sem almenn raffræði, lögmál Coulombs og Gauss, rafsvið, rafstöðuorka, spenna, straumur, viðnám, lögmál Ohms, rafrásir, lögmál Kirchoffs, íspenna, pólspenna, þétta, raforkuflutningur og raforkutap eru helstu viðfangsefni. Einnig er segulsvið tekið fyrir ásamt Lorentzkrafti, hægri handar reglu, segulsvið í kringum leiðara og krafta í leiðara vegna segulsviðs. Önnur helstu lögmál t.d. Ampéres, Lenz og spanlögmál Faradays. Stiklað á raforkuframleiðslu og um leið farið yfir riðspennu, rafala og spennubreyta. Áhersla er lögð á tengingu við umhverfi og reynsluheim nemenda, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
Einingar: 5