Fara í efni

EFNA3LB05 - Lífefnafræði

Undanfari : EFNA2EL05
Í boði : Ekki alltaf

Lýsing

Í áfanganum er farið í grunnatriði lífefnafræði. Ísomerur, anomerur, speglaðar sameindir, andhverfur og hendnar sameindir. D og L sykrur, alfa og beta hringmyndir einsykra, tvísykrur og fjölsykrur af ýmsum gerðum. Fitusýrur, tríglýseríð og ýmsar gerðir himnulípíða, sterar og fleiri lípíð. Fjallað um amínósýrur, byggingu, eiginleika og hliðarkeðjur þeirra. Fjögur byggingarstig prótína og eiginleikar þeirra ásamt ensímum og virkni þeirra. Helstu efnaferli sem eru sameiginleg mörgum frumum, glýkólýsa, sítrónusýruhringur og öndunarkeðja en líka ljóstillífun, beta oxun fitusýra, amínósvipting og þvagefnishringur. Eftirmyndun og umritun kjarnsýra og prótínmyndun. Mikilvægi coensíma og orkugæfra sameinda. Sérstök áhersla er lögð á að tengja saman þekkingu nemanda í ólífrænni og lífrænni efnafræði, frumulíffræði, erfðafræði og næringarfræði sem og tengingu við umhverfi og reynsluheim nemanda.
Getum við bætt efni síðunnar?