Fara í efni

EFRÆ1BV05 - Efnisfræði og verktækni byggingagreina

Í boði : Haust

Lýsing

Í áfanganum fær nemandinn yfirsýn yfir helstu efni og efnisflokka sem notaðir eru við bygginga- og mannvirkjagerð ásamt leiðsögn við rétt efnisval eftir verkefnum, aðstæðum og umhverfi. Fjallað er um tré sem smíðaefni og uppbyggingu þess, plötuefni, festingar, steinsteypu, múr og múrefni, málma og bendistál, pípulagnaefni, plastefni, málningar- og spartlefni, fúgu- og þéttiefni, lím, einangrun, gler, þakefni, klæðningarefni, gólfefni og veggfóður. Gerð er grein fyrir uppruna efnanna, flokkun þeirra, merkingum, eiginleikum og hlutverki. Nemandinn kynnist viðfangsefnum og fagsviði húsasmiða, húsgagnasmiða, málara, múrara, pípulagningarmanna og dúklagningarmanna. Fjallað er um notkun helstu véla og verkfæra sem algengust eru í iðngreinum og farið yfir öryggismál.
Getum við bætt efni síðunnar?