ENSK1LO05 - Grunnþættir í ensku
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Í þessum áfanga er lögð mikil áhersla á lestur fjölbreyttra texta til að auka lesskilning og orðaforða. Auk þess er nemandinn þjálfaður markvisst í munnlegri tjáningu og ritun. Undirstöðuatriði enskrar málfræði eru rifjuð upp. Lesnar eru óstyttar smásögur með það að markmiði að þjálfa nemandann í textarýni og túlkun. Nemandinn vinnur ýmist sjálfstætt eða í hóp að fjölbreyttum og skapandi verkefnum m.a. um sjálfvalið efni. Markmið áfangans er að nemandinn auki grunnþekkingu sína í ensku og geri sér grein fyrir hvernig hún nýtist honum á fjölbreyttan og hagnýtan hátt.
Einingar: 5