Fara í efni

ENSK1UP05 - Enskugrunnur 1

Í boði : Ekki alltaf

Lýsing

Lesnir eru stuttir textar auk þess sem nemandinn er markvisst þjálfaður í hlustun. Lögð er áhersla á lestur texta og orðaforða úr daglega lífinu. Farið er í styttar skáldsögur og áhersla lögð á innihald textans. Farið er í grunnatriði þess að lesa milli lína og túlka texta. Notast er við hlustun í yfirferð hluta lestrarefnisins. Lögð eru fyrir stutt ritunarverkefni. Ritun er bæði tengd lesnum textum og reynslu úr daglegu lífi. Nemandinn er þjálfaður í samræðum og tjáningu á enskri tungu. Prófað er munnlega úr innihaldi styttri skáldsagna. Mikil áhersla er lögð á málfræði. Farið er yfir grunnþætti enskrar málfræði og hún tengd öðrum þáttum í kennslu eins og ritun og lestri texta.
Getum við bætt efni síðunnar?