Fara í efni

ENSK1UP05 - Enskugrunnur 1

Áfangalýsing


Áfanginn er skiplagður sem upprifjun á námsefni úr grunnskóla. Lesnir eru stuttir textar auk þess sem nemandinn er markvisst þjálfaður í hlustun. Lögð er áhersla á lestur texta og orðaforða úr daglega lífinu. Farið er í styttar skáldsögur og áhersla lögð á innihald textans. Farið er í grunnatriði þess að lesa milli lína og túlka texta. Notast er við hlustun í yfirferð hluta lestrarefnisins. Lögð eru fyrir stutt ritunarverkefni. Ritun er bæði tengd lesnum textum og reynslu úr daglegu lífi. Nemandinn er þjálfaður í samræðum og tjáningu á enskri tungu. Prófað er munnlega úr innihaldi styttri skáldsagna. Mikil áhersla er lögð á málfræði. Farið er yfir grunnþætti enskrar málfræði og hún tengd öðrum þáttum í kennslu eins og ritun og lestri texta.

Markmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Almennum orðaforða sem tengist efni áfangans
  • Grundvallarþáttum málfræðinnar
  • Notkun hjálpargagna svo sem rafrænna orðabók og leiðréttingarforrita
  • Almennum framburðarreglum
  • Formgerð og byggingu texta og mismuninum á töluðu og rituðu máli
Leikniðviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Tjá sig munnlega og skriflega
  • Skrifa einfaldan texta um efni sem hann hefur þekkingu eða áhuga á
  • Lesa mismunandi texta
  • Taka þátt í einföldum samræðum
  • Nota stafrænar orðabækur, upplýsingatækni og nauðsynleg hjálpargögn
Hæfniviðmið:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Beita grundavallaratriðum enskrar málfræði í ritun og tali
  • Afla sér upplýsinga á fjölbreyttan hátt um mismunandi málefni
  • Gera greinarmun á mismunandi málnotkun eftir aðstæðum, þróa með sér aga og skipulögð vinnubrögð
Getum við bætt efni síðunnar?