Fara í efni

ENSK3SS05 - Shakespeare og bókmenntir

Í boði : Ekki alltaf

Lýsing

Unnið verður áfram með þá færni sem nemandinn hefur tileinkað sér og lögð áhersla á alla færniþætti í náminu. Markvisst verður unnið með bókmenntahugtök með það fyrir augum að nemandinn geti tjáð sig um bókmenntir á markvissan hátt. Leikrit eftir William Shakespeare lesið og greint ásamt skáldsögu frá 19. eða 20. öld. Einnig verður horft á kvikmyndir byggðar á viðkomandi bókmenntaverkum. Samfélagsmynd þessara tímabila verður skoðuð í tengslum við efnið. Mikil áhersla lögð á enskt talmál.
Getum við bætt efni síðunnar?