Fara í efni

ENSK3VV05 - Viðskiptaenska

Undanfari : ENSK2RM05
Í boði : Alltaf

Lýsing

Áfanginn er ætlaður nemendum á viðskipta- og hagfræðibraut. Meginmarkmið áfangans er að auka og auðga orðaforða, efla skilning á grundvallarhugtökum viðskipta og hagfræði. Þjálfa lestur faglegra texta á viðskiptasviði. Hagnýta sérhæfðan orðaforða, til dæmis við ritun viðskiptabréfa, skýrslna og tölvupósta og í munnlegum kynningum. Lögð er áhersla á að nemendur vinni sjálfstætt og í hópum með fjölbreytt efni og hafi val um margvísleg verkefni.
Getum við bætt efni síðunnar?