Fara í efni

FATA2SS05 - Fatasaumur

Í boði : Ekki alltaf

Lýsing

Nemendur læra að taka líkamsmál og lesa úr máltöflum. Lögð er áhersla á að þekkja helstu sniðhluta og gera einfaldar sniðbreytingar. Kennt er að leggja rétt á efni og reikna út efnisþörf. Nemendur læra á saumavél og möguleika hennar. Saumaðar eru prufur og einfaldar flíkur. Lögð er megináhersla á að fylgja verkinu eftir frá hugmynd að fullunnu verki og temji sér vönduð vinnubrögð. Vinnumappa er útbúin sem skal innihalda prufur og vinnulýsingar fyrir hvert verkefni.
Getum við bætt efni síðunnar?