FÉLA2MS05 - Inngangur að félagsfræði
Í boði
: Ekki alltaf
Lýsing
Fjallað er um sjónarhorn, helstu hugtök og vinnuaðferðir greinarinnar. Skoðuð eru áhrif samfélagsins á aðstæður, hugsun og hegðun einstaklinga og hvernig þeir geta haft áhrif á umhverfi sitt. Fjallað er um þróun mannlegra samfélaga, hnattvæðingu og stöðu Íslands meðal þjóða heims og áhrif iðnvæðingar á íslenskt samfélag. Fjallað er um stjórnskipan íslensks samfélags og áhersla lögð á atvinnulíf og stjórnmál. Lögð er áhersla á að nemandinn verði fær um að taka þátt í samfélagslegum umræðum, lesa fræðilega texta um viðfangsefni áfangans og mynda sér skoðanir á grunni þekkingar og umburðarlyndis gagnvart menningu, trú og skoðunum annarra.
Einingar: 5