FÉLA3ML05 - Mannréttindi og lýðræði
Undanfari : FÉLA2FA05
Í boði
: Ekki alltaf
Lýsing
Fjallað er um mannréttindi og lýðræði að fornu og nýju. Sagan er rakin í grófum dráttum frá klassískri fornöld til nútímans með áherslu á mannréttindabaráttu síðustu alda. Mannnréttindabarátta 20. aldar verður könnuð sérstaklega og má þar nefna stofnun Sameinuðu þjóðanna og samþykkt mannréttindayfirlýsingarinnar. Þá verða mannréttindi sem birtast m.a. í stjórnarskrá Íslands skoðuð m.t.t. umræðu í nútímanum um mannréttindi og meint brot á þeim gagnvart ýmsum hópum og einstaklingum á Íslandi. Gerð verður grein fyrir alþjóðlegum mannréttindasamningum og sáttmálum sem Ísland á aðild að og ljósi varpað á orðræðu nútímans um mannréttindi og skort á þeim bæði hér á landi og vítt og breitt um heiminn. Áhersla á að tengja námsefnið reynsluheimi nemanda, auka víðsýni hans og rökhugsun og sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Nemandinn þjálfast í heimildavinnu- og rýni af ýmsu tagi.
Einingar: 5