Fara í efni

FÉLA3SE05 - Stjórnmálafræði

Undanfari : FÉLA2FA05
Í boði : Ekki alltaf

Lýsing

Helstu hugtök stjórnmálafræðinnar kynnt. Nemandinn lærir um grundvallarstjórnmálastefnur 19. aldar sem áttu eftir að móta flokkakerfi stjórnmála vestrænna ríkja, þ.m.t. Ísland. Kynntar verða kenningar um lýðræði, stjórnkerfi, kosningahegðun, mismunandi kjördæmaskipan, flokkaskipulag og samspil þar á milli. Saga og þróun íslenskra stéttastjórnmálaflokka er rakin frá upphafi til nútímans. Nemandinn metur þróun íslenskra stjórnmála út frá þeim hugtökum sem hann lærir og tengir sögu íslenskra stjórnmálaflokka við helstu hugmyndakerfin. Einnig verður gerð grein fyrir alþjóðlegri samvinnu ríkja eftir síðari heimsstyrjöld, m.a. verður aðdraganda og þróun Evrópusambandsins lýst, uppbyggingu og stjórnkerfi þess og jafnframt verður leitast við að varpa ljósi á umræðu dagsins í dag um kosti og galla aðildar að ESB. Áhersla á að tengja námsefnið reynsluheimi nemanda, auka víðsýni hans, rökhugsun og sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
Getum við bætt efni síðunnar?