FÉLA3ÞM05 - Mannfræði
Í boði
: Ekki alltaf
Lýsing
Í áfanganum er fjallað um þróunarsögu mannsins frá upphafi. Lögð er áhersla á að nemandinn kynnist mismunandi menningarheimum og fái þjálfun í að beita afstæðishyggju sem hluta af aðferðafræði fagsins. Áhersla er á eigindlegar aðferðir og kenningar í félagslegri mannfræði. Meðal þess sem verður fjallað um er fjölbreytileiki í fjölskylduformum, hjúskapur, sifjakerfi, kynhlutverk, lagskipting, stríðsrekstur, friðarferli, hagkerfi og trúarbrögð. Lögð er áhersla á heildræna sýn mannfræðinnar og hvaða hlutverki hún gegnir í hnattrænu samfélagi nútímans. Nemandinn fær m.a. innsýn í líffræðilega mannfræði, t.d. prímatafræði og erfðamannfræði.
Einingar: 5