FEMA3FM02 - Ferilmöppugerð
Undanfari : Nemandinn þarf að jafnað að hafa lokið öllum textíl- og myndlistaráföngum á sínu kjörsviði.
Í boði
: Vor
Lýsing
Áfanginn er ætlaður nemanda sem vinnur að ferilmöppu/portfolio vegna umsóknar um framhaldsnám í hönnunar- og/eða listaskólum á háskólastigi. Nemandinn kynnist mismunandi leiðum sem nota má í framsetningu með það að leiðarljósi að kynna sjálfan sig og verk sín. Ætlast er til að hann geti rætt um verk sín og rökstutt efnisval og uppbyggingu eigin ferilmöppu. Nemandinn tekur áfangann samhliða lokaverkefnisáfanga.
Einingar: 2