Fara í efni

FFMF4IB05 - Fagfræði, matseðlafræði

Í boði : Ekki alltaf

Lýsing

Í áfanganum er áhersla lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda og samstarf um lausn verkefna. Nemendi hannar og skrifar matseðla, skipuleggur innkaup, gerir pöntunarlista, áætlar kostnað og reiknar út framlegð. Nemandi vinnur sjálfstætt eftir fyrirmælum sem koma fram í verkefnalýsingu hverju sinni. Nemandi vinnur með réttaflokka og röð þeirra í stórum matseðlum og fræðist um staðbundið og árstíðabundið hráefni í matseðlagerð. Löggð er áhersla á að dýpka skilning nemanda á matseðlafræði. Nemandi hannar Ala carte eldhús.
Getum við bætt efni síðunnar?