Fara í efni

FJSV3RE05B - Fjarskiptatækni

Undanfari : FJSV2RE05A
Í boði : Vor

Lýsing

Í áfanganum er lögð áhersla á stafræna mótun og stafræna móttöku. Farið er í meðhöndlun stafræns merkis og mismunandi gerðir starfrænnar mótunar. Fjallað er um fjarskiptakerfi meðal stórra og stærri fyrirtækja. Farið er í loftnetskerfi ásamt meðal stórum og stærri þráðlausum netkerfum. Fjallað er um mismunandi tíðnisvið stafrænna fjarskipta og þráðlausra netkerfa. Lögð er áhersla á að nemendur læri að mæla og bilanagreina stafræn fjarskiptakerfi. Þjálfist í notkun tíðnirófsgreinis bæði fyrir hliðræn merki og stafræn merki. Læri að nota netmæla til að mæla og taka út víraðar netlagnir og skila af sér skýrslum um virkni þeirra. Nemendur læra að hanna meðal stór og stærri þráðlaus netkerfi út frá tíðnisviði, dreifingu og burðargetu.
Getum við bætt efni síðunnar?