Fara í efni

FRVV1SR03 - Reglugerðir, verkferli og öryggismál

Í boði : Haust

Lýsing

Í áfanganum er fjallað um bygginga- og mannvirkjagerð með áherslu á reglugerðir, verkferli og öryggismál. Nemandinn lærir um undirbúning og upphaf framkvæmda, hlutverk og ábyrgð einstakra fagstétta, skipulag og stjórnun á vinnustað, samstarf og samskipti, áætlanagerð og gæðastýringakerfi. Kennd er notkun hlífðarbúnaðar, meðferð hættulegra efna og farið yfir notkun hjálpartækja og búnaðar við mismunandi verk. Nemandinn fær kynningu á grundvallaratriðum hollustuhátta og vinnuverndar og lærir um öryggismál á vinnustað. Einnig er nemandanum gerð grein fyrir námsleiðum í bygginga- og mannvirkjagreinum á framhalds- og háskólastigi.
Getum við bætt efni síðunnar?