Fara í efni

GÆST2GH03 - Gæðavitund

Í boði : Ekki alltaf

Lýsing

Nemendur eiga að kynnast grundvallarhugtökum gæðastjórnunar, tilgangi, hugmyndafræði hennar og vinnubrögðum. Nemendum skal vera ljóst hvers vegna fyrirtæki taka upp gæðakerfi, vita hvernig gæðastjórnun er beitt til að stuðla að umbótum og bættri stöðu þeirra. Nemendur fræðast einnig um af hverju fyrirtæki sækjast eftir vottun og hvaða áhrif gæðakerfi hafa á starfsumhverfi þeirra. Að áfanganum loknum skulu nemendur vera færir um að taka þátt í skipulögðu gæðastarfi á vinnustað.
Getum við bætt efni síðunnar?