HAGF2RÁ05 - Rekstrarhagfræði
Í boði
: Ekki alltaf
Lýsing
Fjallað er um rekstur fyrirtækja á Íslandi og rekstrarumhverfi þeirra. Farið er í grunnatriði hagfræðinnar sem varða nýtingu framleiðsluþáttanna og skilgreiningar mismunandi efnahagsheilda. Nemendur kynnast ýmsum aðferðum við flokkun fyrirtækja og kynna sér mismunandi rekstrarform. Farið er yfir helstu þætti er varða innra skipulag og ytri aðstæður fyrirtækja. Kynntar eru aðferðir við gerð framleiðsluferla, framleiðsluútreikninga, gerð rekstraráætlana, framlegðarútreikninga og arðsemisútreikninga. Fjallað er um markaðssetningu og stefnumótun. Áhersla er á að nemandinn tileinki sér gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð.
Einingar: 5