HEIL1HD04 - Heilsuefling 1
Í boði
: Haust
Lýsing
Í áfanganum verður fléttuð saman fræðsla og hreyfing og leitast við að hvetja nemandann til heilbrigðari lífshátta. Lögð verður áhersla á fjölbreytta líkamsþjálfun, mikilvægi næringar, áhrif umhverfis og menningar á heilsu, hreinlæti, kynheilbrigði og fleira sem tengist því að auka heilsulæsi einstaklingsins og ábyrgð hans á eigin heilsu. Unnið er markvisst að því að nemandi finni hreyfingu við sitt hæfi út frá getu og áhuga og öðlist færni í að skipuleggja eigin þjálfun auk þess sem farið er í grunnatriði réttrar líkamsbeitingar. Nemandi fræðist um hollt mataræði, skoðar eigið mataræði og mögulegar leiðir til að bæta það. Þá eru sköpuð tækifæri til að spreyta sig á fjölbreyttum aðferðum til þol-, styrktar- og liðleikaþjálfunar auk þess sem boðið verður upp á mælingar, t.d. á þoli og styrk, blóðþrýstingi og púlsi.
Einingar: 4