HEIM3HR05 - Rit heimspekinga
Undanfari : HEIM2HK05
Í boði
: Ekki alltaf
Lýsing
Í áfanganum eru tekin fyrir klassísk heimspekirit og æfð rökgreining og rökræða. Lögð er áhersla á samræðu þar sem æfð er rökgreining, rökræða, virðing fyrir skoðunum annarra og skapandi hugsun. Leitast er við að fara nákvæmar í eina af undirgreinum heimspekinnar s.s. siðfræði eða þekkingarfræði. Áhersla á að auka víðsýni nemanda, rökhugsun, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
Einingar: 5