Fara í efni

HJÚK2HM05 - Hjúkrun fullorðinna 1

Undanfari : HJÚK1AG05
Í boði : Haust

Lýsing

Fjallað er um umhyggjuhugtakið og sjálfsumönnun ásamt helstu hjúkrunarkenningum og tengslum þeirra við starfsvettvang. Fjallað er um hjúkrunarferli og faglega hjúkrunarskráningu. Fjallað er um hjúkrun sjúklinga með bráða- og langvinna sjúkdóma sem tengjast eftirtöldum kerfum: hjarta- og æðakerfi, öndunarfærakerfi, meltingarkerfi, þvag- og kynkerfum. Fjallað er um hjúkrun sjúklinga með illkynja sjúkdóma. Í áfanganum er lögð áhersla á tengingu fræðilegrar þekkingar við skipulagningu og framkvæmd hjúkrunar.
Getum við bætt efni síðunnar?