HLGS2MT03 - Suðuaðferðir og suðutæki
Í boði
: Vor
Lýsing
Í áfanganum lærir nemandinn MIG/MAG-suðu í efnisþykktum 2 – 6 mm og TIG-suðu í efnisþykktum 1 – 3 mm. Lögð er áhersla á að nemandinn öðlist grunnfærni og þekkingu á suðuaðferðum, að hann þekki mun á þeim, kostum þeirra og göllum og geti soðið stál, ryðfrítt stál og ál. Farið er yfir öryggisbúnað s.s. hlífðarfatnað og hlífar, hættur og helstu varúðarráðstafanir vegna þeirra.
Einingar: 3