Fara í efni

HÖTE2ET10 - Litun og þrykk

Undanfari : HUGM2HÚ05
Í boði : Haust

Lýsing

Farið er í meðhöndlun og blöndun lita fyrir mismunandi vefjarefni og garn. Nemandinn lærir aðferðir við blöndun og notkun lita og hjálparefna sem notuð eru við að mála og þrykkja lit á efni. Einnig lærir nemandinn að tileinka sér þær með tilraunum og prufuvinnu. Lögð er áhersla á fagleg, frumleg og sjálfstæð vinnubrögð. Nemandinn skilar góðri hugmynda- og prufu- möppu með greinagóðum og upplýsandi texta ásamt dagbók/greinargerð yfir vinnu sína í áfanganum. Hann vinnur síðan efni/lokaverkefni þar sem hann sýnir fram á notkun þess í tengslum við aðra áfanga.
Getum við bætt efni síðunnar?