HÖTE2FA06 - Fatasaumur og sníðagerð
Í boði
: Vor
Lýsing
Í áfanganum lærir nemandinn að taka líkamsmál og vinna með stærðartöflur, grunnsnið og sniðútfærslur. Hann lærir á saumavél og lögð er áhersla á saumtækni með ýmsum gerðum af prufusaumi. Kennt er að leggja snið rétt á efni og reikna út efnisþörf. Saumaðar eru einfaldar flíkur. Nemandinn lærir um helstu vefjarefnin, eiginleika þeirra og vinnslu. Lögð er áhersla á að nemendur skilji vinnuferlið frá hugmynd að fullunninni flík og temji sér vönduð vinnubrögð við alla þætti ferlisins.
Einingar: 6