HÖTE3BT07 - Yfirborðshönnun
Undanfari : HÖTE2ET10
Í boði
: Vor
Lýsing
Nemandinn heldur áfram frá fyrri áfanga HÖTE2ET10 í litun efna með ólíkum aðferðum. Hann leggur áherslu á áferð efna og yfirborðshönnun þeirra. Nemandinn beitir frjálsri útsaumstækni, bæði í höndum og í vél. Hann vinnur hugmynda- og skissuvinnu fyrir bútasaum og lærir undirstöðuatriði hans. Nemandinn vinnur allar prufur áfangans og lokastykki í tengslum við grunnhugmynd. Nemandinn vinnur hugmynda- og prufumöppu ásamt dagbók yfir vinnu sína í áfanganum. Áhersla er lögð á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð.
Einingar: 7