Fara í efni

HÖTE3ST06 - Sniðteikning

Undanfari : HUGM2HÚ05-HÖTE2FA05
Í boði : Vor

Lýsing

Í áfanganum lærir nemandinn að hanna og sauma fóðraða utanyfirflík. Hann kynnist sníðagerð og saumi á ýmsum saumtækniatriðum t.d. krögum og ýmsum gerðum af vösum. Nemandinn þjálfast í útreikningi á efnismagni og skipulagi við að leggja snið á efni. Lögð er áhersla á teikningu grunnsniða og þau notuð til að vinna flóknari sniðútfærslur í einum fjórða mælikvarða til yfirfærslu í raunstærðir. Lögð er áhersla á skipulagt vinnuferli og þjálfun í mátun sniða með saumi á prufuflíkum og leiðréttingu sniða eftir mátun. Mikilvægt er að nemandinn öðlist færni í að vinna og þróa eigin hugmyndir í fatagerð. Mikilvægt er að nemandinn þroski með sér tilfinningu fyrir formi og litum.
Getum við bætt efni síðunnar?