Fara í efni

HREY1AH01 - Líkamsrækt

Í boði : Alltaf

Lýsing

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandinn fái tilfinningu fyrir áhrifum hreyfingar á líðan sína, andlega og líkamlega og geti tileinkað sér almenna líkams- og heilsurækt. Í áfanganum er fjallað um þol og þolþjálfun og hvernig byggja megi upp og viðhalda þoli. Fjallað er um líkamsbeitingu við styrktarþjálfun og mikilvægi styrks fyrir stoðkerfi líkamans, ásamt fjölbreyttum þjálfunaraðferðum. Farið er yfir mikilvægi liðleika og liðleikaþjálfunar fyrir líkamann og áhrif liðleikaæfinga á vöðva og liðamót. Nemendur taka þátt í verklegum æfingum sem þjálfa alla þætti grunnþjálfunar og læra aðferðir til að meta eigin líkamsþrek.
Getum við bætt efni síðunnar?