ÍSLE1FL05 - Lestur og tjáning í ræðu og riti
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Í áfanganum verður fjallað um byggingu efnisgreina/ritsmíða. Rifjuð verða upp mismunandi hlutverk orðflokka í gerð setninga og málsgreina og hugtök sem að þessu lúta. Nemendur þjálfast í notkun hjálpargagna og heimilda til að bæta eigin texta og efla stafsetningarkunnáttu. Lesnar verða smásögur og/eða skáldsaga og farið í helstu bókmenntahugtök. Út frá sögunum verða unnin margvísleg ritunarverkefni t.d. endursagnir, útdrættir, leikgerð sögu og ritdómar. Einnig verða unnin önnur ritunarverkefni s.s. kynningar, viðtöl, atvinnuumsókn og ferilskrá. Verkefnum verður skilað ýmist í ræðu eða riti. Einnig verður lögð áhersla á ýmis konar lestur og framsögn. Í lok áfangans samþætta nemendur kunnáttu sína í framantöldum viðfangsefnum og vinna fjölbreytt verkefni að eigin vali sem reyna á frumkvæði, sköpun og sjálfstæð vinnubrögð.
Einingar: 5