Fara í efni

ÍSLE2KB05 - Straumar og stefnur í íslenskum bókmenntum frá landnámi til nútímans

Undanfari : ÍSLE2HS05
Í boði : Alltaf

Lýsing

Í þessum áfanga er fjallað um upphaf og sögu íslenskrar ritmenningar og þróun hennar fram til nútímans. Fjallað verður um íslenska bókmenntasögu og hin ýmsu tímabil hennar. Lesnir verða valdir bókmenntatextar frá umræddum tímabilum, unnið með þá með ýmsu móti og leitast við að setja íslenskar bókmenntir í samhengi við evrópskar bókmenntir og menningu. Nemendur verða jafnframt þjálfaðir í notkun bókmenntahugtaka og heimildavinnu. Áhersla lögð á fjölbreytt og skapandi verkefni sem nemendur vinna ýmist hver fyrir sig eða með öðrum og reyna á sjálfstæð vinnubrögð og hæfni nemenda, auka víðsýni og gagnrýna hugsun. Viðfangsefni tengd við menningarviðburði í nærsamfélaginu eftir því sem færi gefst.
Getum við bætt efni síðunnar?